Twitter virðist í andarslitunum ef marka má notendur miðilsins. Ástæðan er sú að ríkasti maður heims, furðufuglinn Elon Musk keypti Twitter og byrjaði á að reka helming starfsliðs síns.
Það næsta sem hann gerði var að breyta bláa merkinu sem fólk gat sett ókeypis við nafn sitt á miðlinum til að staðfesta að alvöru manneskja er á baki reikningsins. Nú þarf fólk að borga 8 dollara á mánuði til að nota slíkt merki en það þýðir að hver sem er getur verið hver sem er á Twitter, svo fremur sem sá aðili borgar 8 dollara á mánuði. Nú þegar hafa sprottið upp fjöldi gerviprófíla á miðlinum. Í morgun bárust svo fréttir af flótta þeirra starfsmanna sem eftir eru hjá Twitter en talið er að aðeins 2.000 standi eftir af um 7.000 manna starfsliði.
Fólk, bæði hér á landi sem og annars staðar í heiminum hafa talað um það á hinum áður geysivinsæla samfélagsmiðli, að það hyggist hætta á miðlinum von bráðar.
Og svo eru það auvitað öll meme sem búin hafa verið til vegna málsins. Þetta hér fyrir neðan var deilt af Elon Musk sjálfum (ef marka má nafnið á eiganda reikningsins):
Hér eru svo nokkur góð meme af andláti Twitter: