Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ásthildur segir árásina á Bankastræti Club skipulagða – Árásarmenn farnir á innan við þrem mínútum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það liðu ekki nema þrjár mínútur frá því að þeir koma á staðinn og fremja voðaverkin og eru farnir út aftur. Þetta mál var augljóslega skipulagt og bundið við þessa þrjá einstaklinga þar sem það var enginn annar inni á staðnum sem varð fyrir áreiti eða ofbeldi á meðan árásin átti sér stað.“

Þetta segir Ásthildur Bára Jensdóttir, yfirmaður á Bankastræti Club, í samtali við RÚV en hún varð vitni að árásinni í gærkvöldi. Hópur manna réðust inn á skemmtistaðinn rétt fyrir miðnætti og stungu þrjá menn. Árásarmennirnir voru allir með grímur.

„Ég kem að þremur alvarlega slösuðum mönnum í karíókí herbergi hjá okkur niðri í kjallara og hringi strax á neyðarlínuna og á meðan við bíðum eftir hjálp þá er þarna hjúkrunarnemi sem veitir ómetanlega aðstoð við að hlúa að sárum þeirra slösuðu,“ segir Ásthildur.

Hún segir starfsfólk hafa staðið sig eins og hetjur en sé þó í áfalli.  „Ég er svo þakklát fyrir viðbrögð starfsfólksins sem stóð sig svo vel í þessum aðstæðum, aðstæðum sem enginn á að þurfa að upplifa eða verða vitni af. Við hjá Bankastræti umberum ekki ofbeldi af neinu tagi og leggjum mikið upp úr öryggi starfsfólks okkar og þjálfun starfsfólksins, svo ég er bara ómetanlega þakklát fyrir viðbrögðin hjá þeim öllum. Þau stóðu sig öll eins og hetjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -