Maður á rafmagnshlaupahjóli lét lífið í gærkvöldi þegar hann lenti saman við hópferðabifreið. Hann var á þrítugsaldri. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðin áfallahjálp.
„Maður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á níunda tímanum í gærkvöldi er rafhlaupahjól og hópferðabifreið lentu saman á horni Barónsstíg og Grettisgötu. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjólinu. Farþegum hópferðabifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa,“ segir í tilkynningu frá lögreglu