- Auglýsing -
Niðurstaða skoðunarkönnunar Mannlífs, sem gerð var 17. nóvember síðastliðinn, leiddi í ljós að rétt tæp 80 prósent þátttakanda telja Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa brotið af sér við sölu hlut ríksins í Íslandsbanka. Þá eru tæp 18 prósent sem telja hann ekki hafa gert neitt rangt og rúm tvö prósent vita ekki nóg til að geta tekið afstöðu.
Um 950 manns tóku þátt í könnuninni.