HM í knattspyrnu sem haldið er í Katar, hófst í gær þegar heimamenn í Katar biðu lægri hlut 2-0 gegn frísku liði Ekvador, í opnunarleik mótsins.
Ákvörðunin að halda mótið í Katar hefur verið afar umdeild, en mannréttindamál þykja fótum troðum í Katar og komið er á daginn að margir verkamenn létust við að byggja þá leikvelli sem spilað er á.
Allir leikir HM verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV, en þó nokkur gagnrýni hefur beinst að fjölmiðlinum vegna þessa.
Íþróttafréttamaður Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, á RÚV, skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hann benti á ákveðinn tvískinnung í umræðunni:
„Auðvitað gagnrýnum við mannréttindabrot og spillingu tengdu HM í Katar, sem hefði aldrei átt að fara fram þar. En hvar var samt þessi gagnrýni á Rússland fyrir HM 2018? Rússar höfðu þá innlimað Krímskaga með hervaldi. Þar er hinsegin fólk fangelsað og rasismi viðgengst á völlunum. En þar hótaði fólk ekki í stórum stíl að sniðganga og þar fram eftir götunum. Of gaman því Ísland var með? Kannski hefur siðferðisvitund fólks bara batnað síðan þá. Skal ekki segja.“
Hinn krafmikli útvarpsmaður, Þorkell Máni Pétursson, steig fram á ritvöllinn og svaraði færslu Þorkells:
„Þetta er á öðrum skala. Alveg sorglegt að ríkistjórnarsjónvarpið sé að reyna að hagnast á þessu. Við sem höfum einhverja sómakennd getum ekki einu sinni sagt þessu upp.“