Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp á bílastæða snemma í gærkvöldi. Þar hafði ölvaður ökumaður ekið á fjóra bíla áður en honum tókst að komast undan. Lögregla hafði upp á manninum skömmu síðar en var hann þá kominn að heimili sínu þar sem hann var handtekinn.
Síðar um nóttina var bifreið ekið á steypuklump sem notaður var til þess að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Varð það til þess að bifreiðin valt á hliðina, lenti á ljósastór og endaði að lokum við húsvegg þar sem rúða í íbúð brotnaði. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Stuttu síðar var hann fluttur á bráðadeild til aðhlynningar þegar hann fór að kvarta undan verkjum eftir slysið. Lögregla hafði hendur í hári innbrotþjófs í nótt. Hafði hann brotið rúðu á tóbaksverslun og sáu lögreglumenn hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi. Þá brutust þrír menn inn í gáma í Hafnarfirði. Þegar lögregla nálgaðist þá náðu tveir þeirra að forða sér en sá þriðji var handtekinn. Eftir upplýsingatöku var maðurinn fluttur á bráðadeild vegna sýkingar í hendi.