Glæpagengi er hópur einstaklinga, oft fjölskylda eða vinir, sem fremja ýmis lögbrot. Slík gengi hafa ekki þekkst á Íslandi að neinu viti en eru algeng í mörgum löndum. Margir kannast ef til vill við bandarísk gengi sem hafa verið í sviðsljósinu í vestrænni menningu. Segja má að á Íslandi hafi skapast einhversskonar ofbeldis tískubylgja á meðal ungmenna, nánast undantekningarlaust fylgir þessu fíkniefnaneysla.
Oxy, MDMA og rapp
Lengi hefur fíkniefnaneysla verið vandamál hér á landi, líkt og annarsstaðar. Tískubylgjur í fíkniefnaneyslu fylgja straumum tónlistar. Síðasta áratuginn hefur rapptónlist verið einkum vinsæl á meðal barna og ungmenn en rannsóknir benda til þess að aukning á neyslu ópíóða, MDMA, kókaíns og lyfseðilsskyldra lyfja megi rekja til texta úr rapplögum. Neyslan verður sífellt harðari og hættulegri efni eru notuð, mörg sem ýta undir árásargirni. Í mörgum þeirra vinsælu laga sem hljóma í eyrum ungdómsins má heyra orðið „percocet“ en það er lyfseðisskylt verkjalyf, oftar þekkt undir nafninu Oxýkódon.
Lyfseðisskyld lyf og ofbeldi
Algeng aukaverkun verkjalyfsins Oxýkódon eru breytingar í skapi, virkni og vitsmunum. Á vef Lyfjastofnunnar stendur: „Ýmsar sálrænar aukaverkanir, svo sem skapbreytingar (t.d. kvíði, þunglyndi), breyting á athafnasemi (aðallega slæving, stundum ásamt svefnhöfga, stöku sinnum aukning ásamt taugaóstyrk og svefnvandamálum) og breyting á frammistöðu (hugsanatruflanir, rugl).“ Eru þetta algengar aukaverkanir lyfsins og má þá því bera líkur á að misnotkun þess auki líkurnar á skapgerðabreytingum. Önnur aukaverkun lyfsins er árásargirni en tíðni þess er ekki þekkt. Róandi lyf eru einnig vinsæl á meðal þessa hóps og er eitt af það þekktasta lyfið Rivotril, það tilheyrir flokki benzódíazepína, eða benzó eins og það er oft kallað. Benzó lyf eru mjög ávananabindandi, líkt og verkjalyfin og eru því gjarnan misnotuð. Rívótríl er sterkt róandi lyf, það hefur þá leiðinlegu aukaverkun að valda gjarnar minnisleysi í sambland við árásargirni. „Tilfinning um framandleika gagnvart umheiminum og eigin persónu, sjúklega aukin heyrn, tilfinningaleysi og náladofi í útlimum, óþol fyrir ljósi, hávaða og líkamlegri snertingu eða ofskynjanir,“ stendur í lyfseðli Rívótril, undir flokki aukaverkana. Einnig er talið upp „Fjandskapur og ógnandi, jafnvel ofbeldisfullt atferli. Eirðarleysi, gremja, óróleiki, taugaveiklun, kvíði, svefntruflanir, ranghugmyndir, reiði, martraðir, óeðlilegir draumar, ofskynjanir (geta verið alvarlegar, hafið e.t.v. samband við lækni eða bráðamóttöku), geðrof/geðrænir kvillar (hafið samband við lækninn), óeirð og eirðarleysi (ofvirkni), óviðeigandi hegðun og aðrar aukaverkanir á atferli.“ Það er því kannski ekki hægt að furða sig á því að ofbeldisbrot hafi aukist síðustu ár. Með tilkomu misnotkunar lyfseðisskyldra lyfja sem valda ótrúlegustu aukaverkunum eru venjuleg ungmenni orðin að ofbeldismönnum.
Gengi á Íslandi
Gengi myndast á einfaldan hátt, hópur vina sem misnotar lyf, áfengi eða önnur efni, lendir upp á kant við annan sambærilegan hóp. Þar eru orðin til tvö gengi. Tónlistarmenn lofsyngja gengi, lyf, ofbeldi og fangelsisvist. Ungmenni með ómótaða heila gleypa við þessu, vilja finna sig einhversstaðar og telja þetta vera leið til þess að skapa sér sjálfsmynd. Misnotkun lyfja getur ekki einungis valdið dauða, heldur algjörri skapgerðar- og hegðunarbreytingu.