Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Björn Leví segir að fang­els­is­mál hjá dóms­málaráðherra séu í ólestri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, sagði á Alþingi að fang­els­is­mál hjá dóms­málaráðherra, Jóni Gunnarssyni, væru í al­gjör­um ólestri.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Sagði Björn að orðið „hættu­ástand“ hafi verið notað á fundi fjár­laga­nefnd­ar í gær; Björn sagði að á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær hafi verið greint frá því að 120 millj­ón­ir króna þyrfti í fjár­auka fyr­ir mála­flokk­inn í ár; 200 millj­ón­ir á næsta ári til að halda óbreyttu ástandi í fang­els­is­mál­um landsins.

Óskaði fjár­laga­nefnd um upp­lýs­ing­ar um þær fjár­heim­ild­ir sem vant­ar upp á; ann­ars veg­ar fyr­ir fjár­auk­ann – hins veg­ar fyr­ir fjár­lög­in.

Þingmaðurinn Björn nefndi að fjár­auka­beiðnin upp á 120 millj­ón­ir króna hafi verið hafnaði í fjár­málaráðuneyt­inu:

„Ég er for­vit­in að eðlis­fari og bað um sömu gögn sem dóms­málaráðuneytið sendi fjár­málaráðuneyt­inu vegna fjár­mála­áætl­un­ar und­an­far­in ár – því þið vitið þetta er ekk­ert nýtt vanda­mál. Viðbrögðin voru ótrú­leg,“ sagði Björn en viðbrögðin voru þau að gögn­in væru trúnaðar­mál að beiðni fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Björn sagði það vera alveg fá­rán­legt að þessi gögn teld­ust trúnaðargögn og einfaldlega kolrangt:

- Auglýsing -

„Enda kveða lög um op­in­ber fjár­mál um gagn­sæi og ákveðna for­gangs­röðun verk­efna“.

Að mati Björns hafi fang­els­is­mál­in endað und­ir niður­skurðar­hnífn­um; af­leiðingin sé hættu­ástand.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -