Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Rakel er neytandi vikunnar: „Verslar ekki við þá sem eru með eitraðar vörur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar að þessu sinni er Rakel Garðardóttir athafnakona. Hún fæddist í Osló en flutti þaðan til Íslands. Rakel býr sem stendur ásamt fjölskyldu sinni í Flórens á Ítalíu. Hún starfar við fyrirtæki sitt sem heitir Verandi, sem er með það markmið að framleiða hágæða húð- og hárvörur en á sama tíma að endurvinna og endurnýta hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Með því vill Verandi sporna við offramleiðslu,sóun og auka nýtingu á afurðum sem nú þegar eru til. Þá rekur hún einnig fyrirtæki sem heitir Vakandi og vill auka vitundarvakningu um að nýta matvæli betur og hætta að sóa þeim. Svo starfar hún einnig sem framleiðandi hjá Vesturport og er með tvö verkefni í gangi þar.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Með því að reyna að vera vakandi og meðvituð fyrir því hvað það er sem ég ætla að nota. Það fer alveg rosalega mikill peningur í þann mat sem við kaupum bara til að henda honum.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Að sjálfsögðu endurnýti ég kaupi til dæmis notaða hluti eða skipti á við aðra. Nota mér óspart síður á netinu til að kaupa af eins og bara Facebókina og svo elska ég allar loppurverslanirnar. En ég reyni líka að nota vel það sem ég á og fer með fatnað og skó í viðgerð og þess háttar. Einnig er ég nýbúin að kaupa mér notað hjól.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Ég pæli mikið í hvaðan vörurnar koma og hvernig þær voru búnar til. Það skiptir alveg rosalega miklu máli og verður alltaf mikilvægara og mikilvægara að taka ekki þátt í að versla við einhvern sem er með eitraðar vörur eða er að níðast á vinnuafli sínu. Ég vil sem neytandi taka þátt í að reyna allavega að búa til pínulítið betri heim með því að nota budduna sem vald mitt og velja að versla við þá sem eru með vörur sem eru góðar fyrir mig og umhverfið mitt. Það eru svo margir sem eru gera alveg ótrúlega flotta hluti og til þess að þau geti haldið áfram verðum við sem neytendur að taka þátt í að versla af þeim.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Ég hef alltaf verið óhemju hrifin af skóm.

- Auglýsing -

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Öllu máli. Ég hef fylgst nógu lengi með til að þess að hafa séð hvernig neysla okkar er að fara með heiminn; það er ekki nógu gott. Þannig ég vil allavega frekar vera í því liði að reyna að draga úr þeirri þróun frekar en að taka þátt í að viðhalda henni.

Annað sem þú vilt taka fram?

Mér fannst svo áhugavert sem ég var að lesa um daginn og það er hvernig heimurinn er alltaf að verða einsleitari í því sem við borðum. Það eru til dæmis yfir sex þúsund ætar plöntutegundir til í heiminum en samt borðum við bara um tuttugu af þeim. Og þar af eru þrjár tegundir sem við fáum yfir helming af okkar kaloríum en það er frá hrísgrjónum, maís og hveiti. Á sama tíma hefur umræðan um líffræðilegan fjölbreytileika aldrei verið meiri. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir okkur að leita aftur til fortíðar og prófa eitthvað nýtt og hrista upp í vananum með því að prófa eitthvað nýtt og framandi næst þegar farið er á veitingastað eða út í búð.

Naglasúpan hennar Rakelar

Rakel segist sjaldnast fara eftir uppskriftum. Hún gefur þó upp eina sem snýst um að elda naglasúpu.

Ég er rosalega léleg í að fara eftir uppskriftum en það er fátt sem ég elska jafn mikið og súpur og kássur. Ég tek því yfirleitt bara allt það grænmeti sem er farið að slá í, í ísskápnum, sýð það saman í potti í langan tíma og bæta svo baunum út í. Krydda svo bara með einhverju sem ég á. Þetta þarf ekki að vera flókið. Ég hef aldrei lent í því að svona naglasúpa klikki. Það sem ég vinn mikið með hér á Ítalíu eru gulrætur, sellerí, kúrbítur og laukur. Kryddin eru hvítlaukur, chilli, salt og pipar. Ef ég á rauða pastasósu ( sem gerð er úr tómötum) þá hendi ég því með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -