Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

SÖFNUN – 5 ára Grettir býr til íslenskt barnaefni: „Þetta var bara fyndið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn fimm ára gamli Grettir Thor býr til frumsamið íslenskt barnaefni sem hann gefur út á YouTube. Þættirnir fjalla um hinn ævintýragjarna Lilla Tígur og nú er hafin söfnun fyrir Grettiu til að standa straum af þessu skemmtilega verkefni.

Móðir hans, Þórhildur Stefánsdóttir, stendur þétt við bak sonarins og hefur hún hafið söfnun fyrir verkefninu á Karolina Fund. Mæðginin vonast til að geta gefið út heila þáttaseríu um Lilla Tígur.

Hin ungi þáttagerðarmaður, Grettir Thor.

„Eftir að við gáfum þetta fyrsta myndband út voru allir sem við hittum að tala um þetta við okkur. Nánast hver einasti maður. Lilli Tígur virtist alveg ná fólki með sér og hélt krökkunum alveg. Þetta var bara fyndið,“ segir Þórhildur í samtali við mbl.is.

„Það vantar íslenskt efni inn á YouTube og fólk var svo hrifið af þessu. Svo voru nokkrir sem fóru að nefna við okkur hvort við vildum ekki prófa að fara alla leið með þetta og setja þetta inn á Karolina Fund. Sögðu að þetta væri fullkomið verkefni í það, samfélagslegt – sem við sem samfélag gætum grætt eitthvað á.“

Grettir ákvað að gera þættina þegar hann var veikur heima, vegna þess að honum fannst vanta íslenskt barnaefni á YouTube.

„Hann er rosalega spenntur fyrir þessu öllu saman. En hann veit líka að þetta tekur sinn tíma. Hann veit hvað er í gangi. Ég held að þetta eigi alveg eftir að fara alla leið. Það eru svo margir sem hafa verið svo spenntir,“ segir Þórhildur.

- Auglýsing -

Ef þið langar til að hjálpa Gretti til að gera sjónvarpsþáttaseríuna sína þá getur þú gert það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -