- Auglýsing -
„Ég gerði Bobby Fischer að sveitunga mínum,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í Mannlífinu. Hann visar til þess að Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, er jarðaður í Laugadælakirkjugarði. Frá því segir í nýrri bók hans, Guðni/UFlói bernsku minnar.
„Það eru gríðarlega merkilegar sögur sem ég er að segja af Bobby Fischer. Þar er hann grafinn. Það var séra Kristinn sem jarðsöng hann sex sinnum og jarðaði hann einu sinni. Svo var það kaþólskur prestur sem jarðaði hann. Fyrst þurfti að grafa hann upp.“
Af hverju jarðsöng hann Fischer sex sinnum?
„Það var af því að menn söknuðu þess að vera ekki í jarðarförinni.“