„Kannski var þetta ástæðan að enginn var í bænum,“ skrifaði Jói Fel, bakari og veitingamaður, í færslu á Instragram. Þar birti hann jafnframt mynd af því þar sem hann og Björn Leifsson, eigandi World Class, stilltu sér upp sem dyraverðir á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi.
Dóttir þess síðarnefnda, Birgitta Líf, hefur staðið í ströngu undanfarna daga eftir alvarlega hnífaárás á skemmtistaðinn í síðustu viku. „Þökkum Guði að ekki fór verr,“ sagði hún þegar hún opnaði sig um hnífaárásina á dögunum.
Sjá einnig: Bjössi í World Class um hnífaárásina: „Jón var látinn fara fyrir tveimur mánuðum“
Dyravörðurinn Jón Pétur Vágseið er einn þeirra sem fór ásamt fylkingu 27 hettuklæddra hnífamanna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club aðfararnótt föstudagsins síðastliðinn. Þrír menn slösuðust alvarlega í hnífaárásinni eftir að hafa verið margstungnir.
„Jón var látinn fara fyrir tveimur mánuðum,“ segir Björn Leifsson, gjarnan kenndur við World Class, í samtali við Mannlíf. Þar vísar hann til dyravarðarins Jóns Péturs Vágseið, en hann var einn þeirra sem fór ásamt fylkingu 27 hettuklæddra hnífamanna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club aðfararnótt föstudagsins síðastliðinn.
Sjá einnig: Jón var ásamt hnífahernum á Bankastræti Club – Fjölskyldumeðlimir hafa flúið land vegna árása
Eftir því sem Mannlíf kemst næst er Jón Pétur um þrítugt og rekur fyrirtæki sem býður dyravörslu á skemmtistöðum, á viðburðum og hátíðum se, og í einkasamkvæmum. Hann er nokkuð eldri en flestir hnífamannanna sem með honum voru í för þetta kvöld. Engar heimildir eru þó fyrir því að Jón hafi beitt vopni þetta kvöld.
21 hefur verið handtekinn í tengslum við málið, tólf sitja í gæsluvarðhaldi en lögregla á enn eftir að taka ákvörðum um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremur. Hinum hefur verið sleppt úr haldi og fimm til sex manna er enn leitað vegna árásarinnar. Þá hafa fjölskyldumeðlimir hinna grunuðu árásarmannanna sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins.
Sjá einnig: Margstunginn á Bankastræti Club og sendir kveðju frá sjúkrabeði: „Nokkrar stungur, ekkert stress!“