Sjá einnig: Sjáðu hnífaárásina á Bankastræti Club – MYNDBÖND – Myndbandsupptökur innan úr skemmtistaðnum
Fram kemur í frétt Rúv að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari staðfesti að málið teljist upplýst. Voru nokkrir kallaðir til yfirheyrslu í tengslum við málið en ekki er talið að starfsmaðurinn hafi viljað að myndbandið birtist í fjölmiðlum.
Aðstoðarlögreglustjórinn Ásgeir Þór Ásgeirsson sagði í samtali við Rúv að embættið hafi afþakkað vinnuframlag starfsmannsins á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Muni frekari ákvarðanir verið teknar um næstku skref er öll gögn eru komin fram um málið.
Fjölmiðlar, þar með talið Mannlíf, birti myndbandið en það sýnir hóp grímuklæddra manna riðjast inn á Bankastræði Club og ráðast þar á þrjá menn. Í myndbandinu sem hafði verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést einnig að það virtist koma úr tölvu lögreglunnar. Hófst því rannsókn á lekanum og taldist það upplýst á föstudaginn og var manninum vikið frá störfum.