Sósíalistaforkólfurinn Gunnar Smári Egilsson er allt annað en ánægður með Viðreisnarmanninn Jón Inga Hákonarson sem skrifaði pistil á Visir.is.
Í pistli sínum skrifar Jón Ingi um stórútgerðarmann sem hann segir sósíalista að morgni en kapítalista að kvöldi. Líkaði sósíalistanum Gunnari Smára alls ekki samlíkingin við útgerðarmanninn.
„Hér er Viðreisnarmaður sem heldur að það sé sósíalismi að gefa örfáum auðlindir almennings. Það eru engin takmörk fyrir vitleysunni. Líklega eru þau í Viðreisn með stjórnmálaskóla þar sem rætt er um að sósíalisminn hafi verið kjarninn í hugmyndafræði lénsveldanna. Eða að íslandsbankasala Bjarna og bankasýslunnar hafi verið sósíalísk,“ skrifaði Gunnar Smári á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins.