Fjölgunin sem varð á heimilisofbeldismálum á Íslandi þegar Kóvid geisaði heldur áfram.
Skýrsla ríkislögreglustjóra um þennan málaflokk fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýnir glögglega hvernig heimilisofbeldismálum fjölgaði mikið árið 2020; hefur sú þróun haldið áfram síðan, þó hægt hafi nokkuð á henni.
833 heimilisofbeldismál voru tilkynnt til lögregluembætta á Íslandi, frá janúar til og með september á þessu ári; voru þar af karlkyns gerendur í tæplega 70% tilfella.
Það er athyglisvert að málsaðilum í heimilisofbeldi fækkar jafnvel þótt málum fjölgi; það eru því fleiri mál en færri þolendur.
Í það heila voru 723 árásarþolar skráðir fyrir þau 833 heimilisofbeldismál sem tilkynnt hefur verið um á árinu.
Fyrstu 9 mánuði ársins í fyrra voru 902 þolendur skráðir í 812 málum; ofbeldi af hendi maka, eða fyrrum maka, er algengast.
Ofbeldi af hendi barns í garð foreldris er svo aðeins algengara en ofbeldi foreldra í garð barna.
Kemur fram að gerendur í heimilisofbeldismálum eru oftast á aldrinum 26-45 ára, eða í um 60% tilfella. 18% gerenda er á aldrinum 46-55 ára, samkvæmt Skýrslu ríkislögreglustjóra um þennan málaflokk.