Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur svo sannarlega náð að hrista upp í verkalýðshreyfingunni með tilboði sínu til Samtaka atvinnulífsins um fasta krónutöluhækkun. Tilboðið gerir að verkum að fátt verður um samflot er með öðrum félögum og sumpart hlaupin kergja í forystu annarra verkalýðsfélaga sem vilja hefðbundnar hækkanir fyrir sitt fólk.
Sólveig Anna hefur átt stórleik með því að mæta með stærstu samninganefnd allra tíma tíma til fundar. Þetta er í raun eins og hersýning til þess fallin að vekja ótta hjá atvinnurekendum.
Það er útbreidd skoðun að takist Sólveigu Önnu ætlunarverk sitt standi hún uppi sem sigurvegari gagnvart öllum hinum félögunum og leiði í raun verkalýðsbaráttu í landinu. Vandinn er hins vegar sá að ólíklegt er að Halldór Benjamín Þorbergsson og atvinnurekendur nái að knýja fram almenna sátt á þeim grundvelli að allir fái fasta krónutöluhækkun og að fólk með meðallaun og hærri taki þannig á sig kjaraskerðingu í raun. Krónutölusamningur yrði í raun happafengur fyrir Halldór og meðreiðarsveina hans ekki síður en láglaunafólkið í Eflingu sem græðir á meðan meðaitekjufólki blæðir …