- Auglýsing -
Dagur nokkur hefur undanfarin 11 ár greitt samviskusamlega af námslánum sínum en þrátt fyrir það skuldar hann meira af þeim í dag en upphaflegt lánið var. Munurinn eru nærri 700 þúsund krónur sem hann skuldar umfram upphaflegan höfuðstól lánsins fyrir 11 árum.
Dagur birti færslu á Facebook þar sem hann vekur athygli á þessu. Þar segir hann:
„Lífið. Kjáninn ég að sækja mér menntun. Alveg búinn að greiða mínus 700.000kr á 11 árum!“
Fjölmargir vinir Dags furða sig á þessari stöðu og skilja lítið í því hvernig á því geti staðið að hann skuldi meira í dag en í byrjun. „Þetta er svo galið!“, „Glatað!“, „Þetta er svo mikið bull!“ og „Ég hata þetta dæmi svo mikið!“ eru meðal ummæla sem þeir varpa inn í umræðuna.