Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Starfsemi Villikatta í uppnámi á Akranesi: „Því staðan er mjög slæm“ – Söfnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hálfgert neyðarástand ríkir á Akranesi í málefnum villikatta í bænum. Vesturlandsdeild Villikatta sendi nýverið frá sér tilkynningu.

Fram kemur í Skagafréttum að félagið Villikettir hafi verið stofnað árið 2014 en tilgangur félagsins er að standa vörð um dýravernd fyrir villiketti á Íslandi. Á Akranesi er fjöldi sjálfboðaliða í félaginu sem lætur sér velferð kattanna sig miklu varða en fram kemur í tilkynningu frá hópnum að mikið verk sé að vinna á svæðinu.

Félagið hefur haft til umráða skrifstofugám frá Stálsmiðjunni en nú er ástandið þannig að það rými er rafmagnslaust og þess vegna ónothæft. Fjöldi katta á verðgangi á Akranesi er talsverður en öll fósturheimili eru full. Starf félagsins er því í uppnámi án húsnæðis. Frá árinu 2018 hafa sjálfboðaliðar komið að 57 verkefnum  þar sem villikettir hafa fengið aðstoð frá félaginu. Á öllu Vesturlandi hafa verkefnin verið um 110 frá byrjun.

Þá kemur fram í tilkynningunni að félagið hafi fundað með bæjaryfirvöldum á Akranesi um lausn til framtíða á málefnum villikatta en engin niðurstaða hafi enn fengist í þeim viðræðum.

„Allir kettir sem koma til okkar fara til dýralæknis og fá aðhlynningu. Án húsnæðis þá reynist sú vinna töluvert erfiðari – það virðist vera mikið magn af kisum á vergang sem þurfa aðstoð. Félagið hefur fengið góðan stuðning frá íbúum á Akranesi – það ber að þakka. Félagið telur að Akraneskaupstaður gæti komið til móts við þetta verkefni – því staðan er mjög slæm.“

Félagið bendir á að hægt er að styðja við rekstur þess með því að versla á Jólamarkaði sem verður við Akratorg í desember en einnig er hægt að leggja beint inn á reikning félagsins:

- Auglýsing -

Reikningur Villikatta Vesturlands
0133 – 26 – 005536
710314 – 1790

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -