Fram kemur á mbl.is að um miðjan nóvember hafi 34 einstaklingar komið nýir inn í þjónustu með HIV á göngudeild smitsjúkdóma á árinu sem er að líða.
Segir Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV-samtakanna að búast megi við að sú tala verði komin nálægt 40 áður en árið er búið.
Einar Þór segir þessar tölur vera í hærri kantinum; þær séu þó ekki tilkomnar af því að HIV sé að breiðast hraðar út á Íslandi en áður:
„Það skýrist að hluta af stríðsástandinu í Evrópu og auknum fjölda fólks sem kemur til landsins í leit að alþjóðlegri vernd.“