Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Landsréttur staðfesti skilorðsbundinn dóm yfir konu sem áreitti aðra konu: „Ofbeldið tapaði í dag!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag staðfesti Landsréttur tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir konu á sextugsaldri fyrir kynferðsilega áreitni gangvart annarri konu á hótelherbergi í Reykjavík fyrir þremur árum. Konurnar voru samstarfsfélagar úr sveitarfélaginu Hornafirði en brotaþolinn hrökklaðist frá Höfn í kjölfar málsins.

Leitaði á hana um hánótt

Fram kemur í frétt Rúv um málið að sú dæmda hafi sagt fyrir Landsrétti að málið hefði fengið mjög á sig og að hún væri útskúfuð úr samfélaginu á Hornafirði.

Mannlíf fjallaði talsvert um málið en það kom upp í apríl 2019.

Sjá meira hér: Hraktist frá Höfn eftir kynferðislega áreitni – „Fór þangað um miðja nótt til að sækja dótið sitt“

Í dóminum kemur fram að konan hefði verið ásamt sex öðrum konum, stödd á hóteli í Reykjavík í apríl 2019. Fóru þær saman út að borða í miðborginni en áfengi var haft um hönd. Eftir að þær luku matnum fór hluti hópsins á fleiri veitingastaði. Snéri hópurinn svo aftur á hótelið um miðnætti en safnaðist saman í einu hótelherbergjanna. Þar sinnaðist brotaþolanum og gerandinn í málinu sem varð til þess að hópurinn ákvað að nú væri kominn tími til að fara að sofa, hver í sínum vistarverum.

- Auglýsing -

Gerandinn í málinu fór í framhaldinu inn í herbergi til brotaþolans þar sem þær ræddu saman og lögðust svo til svefns í tveimur samliggjandi rúmum. Sagðist brotaþolinn hafa vaknað við það seinna um nóttina að konan var að áreita hana kynferðislega með káfi og orðum.

Neitaði konan alfarið fyrir dómi að þetta hefði gerst. Sagði hún í viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti að mál þetta hafi haft afar mikil áhrif á hana og að hún væri nú útskúfuð úr samfélaginu á Hornafirði.

Telur Landsréttur að konan hefði átt að átta sig á því að háttarlagi hennar fælist kynferðisleg áreitni. Þá segir í dómnum að ekki sé heldur hægt að líta fram hjá því að ummæli hennar hafi verið sögð í tengslum við ósamþykkta og óvelkomna snertingu af kynferðislegum toga. Staðfesti Landsréttur því fyrri dóm um tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm en lækkaði miskabæturnar úr 450.000 í 350.000 krónur.

- Auglýsing -

Fagnar fullnaðarsigri

Brotaþolinn í málinu, Elísa Sóley Magnúsdóttir skrifaði Facebook-færslu í dag um niðurstöðu Landsréttar þar sem hún fagnar það sem hún kallar fullnaðarsigri. Segir hún að enginn eigi að láta ganga yfir sig og verða misboðið. Hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna í heild sinni:

„Lífið er ekki eftir fyrirfram gefnu handriti og kemur sífellt á óvart. Fyrir 3 árum og 8 mánuðum varð ég fyrir grófri kynferðislegri áreitni af hálfu samstarfskonu í vinnuferð og kærði ég það. Fyrir rúmu ári var umrædd kona sakfelld í héraðsdómi fyrir brotið. Í dag féll svo dómur í málinu fyrir Landsrétti þar sem niðurstaða héraðsdóms var staðfest, og betur til. Þetta er búinn að vera erfiður tími og margir sem komu að málinu, t.a.m. fyrrum vinnuveitandi minn úti á landi, brugðust að öllu leiti þegar ég þurfti á stuðningi að halda. Þessi dómur er því áfellisdómur fyrir fleiri en dæmdu. En sem betur fer á ég sterkt bakland og raða í kringum mig fólki sem er betur innréttað og hafa stutt mig og staðið við bakið á mér í gegnum þetta.

Í dag fagna ég fullnaðarsigri með sumu af þessu góða fólki.
Það á enginn að láta yfir sig ganga og verða misboðið. Þó þetta hafi tekið langan tíma þá var það þess virði.
Ofbeldið tapaði í dag!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -