- Auglýsing -
Alvarlegt umferðaslys varð á áttunda tímanum í kvöld, á Hnífsdalsvegi nærri Ísafirði. Fjöldi viðbragðsaðila eru mættir á slysstað, lögreglan, sjúkrabílar og jafnvel björgunarsveitin.
Þrír voru fluttir í þremur ferðum sjúkraflugvéla eftir alvarlegan árekstur tveggja bíla á Hnífsdalsvegi upp úr klukkan átta í kvöld. Samkvæmt Rúv skullu tveir bílar saman á veginum og þurfti slökkviliðið að beita klippum til að ná hinum slösuðu út úr bílunum.
Ekki náðist í lögregluna á Vestfjörðum við gerð fréttarinnar.
Fréttin verður uppfærð