Tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson hefur verið útilokaður frá flestum verkefnum frá því að Elísabet Ormslev söngkona greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið að hún hefði átt í ástarsambandi við hann. Hún var 16 ára og hann 38 ára. Elísbet sagði frá því að tónlistarmaðurinn hefði setið um heimili sittt eftur að sambandinu lauk.
Eftir að viðtalið birtist fyrir níu mánuðum var Pétur rekinn úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum og hvarf algjörlega úr sviðsljósinu. Í vikunni dúkkaði hann síðan upp á samfélagsmiðlum. DV sagði frá því að hann hefði þakkað fyrir afmæliskveðjur. Þá rigndi yfir hann haturspóstum og honum var sagt að „rotna í helvíti“ og halda sig í kjallaraholunni sinni. Pétur birti skilaboðin og spyr hvort líf hins útskúfaða virkilega að vera svona. Hann uppsker nokkurn stuðning í athugasemdum á DV.is en svo eru það aðrir sem fordæma hann, eftur sem áður fyrir siðleysið …