Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hentu bensínsprengju að heimili gæsluvarðhaldsfanga: „Höfum þurft að díla við þessa menn í þrjú ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn svokallaði Latínóhópur réðist að heimili Jóns Péturs Vågseið á meðan hann var í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar á Bankastræti Club og hentu bensínsprengju að húsinu sem og í glugga í herbergi ellefu ára gamallar systur eins og hópnum sem fór inn á skemmtistaðinn.

Fengu nóg af árásum og hótunum

Dyravörðurinn Jón Pétur var í viðtali við Reyni Traustason á Mannlíf.is í gær þar sem hann sagði frá ástæðunni fyrir því að hann og 26 aðrir réðust að þremur mönnum úr svokölluðum Latínóhópi. Nokkrir í hópnum voru vopnaði hnífi og úr varð að tveir úr Latínóhópnum voru stungnir og einn úr hópi árásarmannanna. Að sögn Jóns Péturs var meiningin hjá hópnum ekki að ráðast á mennina þrjá, heldur að sýna þeim að nóg væri komið af árásum og ógnunum frá Latínóhópnum. Þeir hafi bara verið örvæntingarfullir og viljað að þetta hætti. „Við vissum ekki hvað þeir voru margir, þeir eru vanir að vera margir í hóp en við ætluðum bara að sýna þeim hvað við værum margir og að þetta væri komið nóg.“

Samkvæmt Jóni Pétri byrjaði málið fyrir þremur árum þegar litli bróðir góðs vinar Jóns svaf hjá fyrrverandi kærustu „krimma“ sem fær svo menn úr Latínóhópnum til að hjálpa sér að ná hefndum. Hafði fyrrverandi kærasti stelpunnar gefið það út að hver sá sem svæfi hjá fyrrverandi kærustu hans yrði fyrir heift hans. Síðan hafa bensínsprengjur verið sprengdar við heimili, kveikt í bílum, mótorhjólum og hótanir um líflát og ýmislegt fleira orðið að veruleika. Sagði Jón að hann og fjölmargir aðrir sem lent hafi í þessum hópi hafa fjórum sinnum sæst við Latínóhópinn en þeir hafi alltaf brotið þann frið og var því brugðið á þetta ráð, að ræða við þá og sýna þeim að máttur aðstandenda væri mikill. En svo hafi soðið upp úr eins og alþjóð veit.

Furðar sig á að þeir gangi alltaf lausir

- Auglýsing -

„Þetta er búið að standa yfir í þrjú ár. Þar sem strákar úr þessum Latínuhópi, bæði strákar af Latínó uppruna og Íslendingar, hafa oft verið teknir af löggunni fyrir að stinga fólk og henda bensínsprengjum en löggan er samt ekki að kippa þeim inn. Við höfum þurft að díla við þessa menn í þrjú ár. Við erum búnir að sættast við þá fjórum sinnum en þeir brjóta alltaf friðinn. Við höfum alltaf verið að hugsa að löggan stingi þeim inn. Hver getur stungið svona marga menn og kastað bensínsprengjum og enginn fer inn? Þetta er fáránlegt.“

Reynir spurði hann út í árásir sem gerðar voru á meðan Jón Pétur var í gæsluvarðhaldi í síðustu viku. Jón sagði að bensínsprengju hefði verið hent á heimili hans og myndband tekið af því. „Og svo var bensínsprengju hent í gluggann hjá ellefu ára gamalli systur eins af strákunum og það var bombað inn fullt af grjóti í annan glugga hjá óléttri konu með þrjú börn,“ sagði Jón og bætti við að bróðir konunnar hafi verið í hópnum sem ruddist inn á Bankastræti Club.

Segir Jón að fréttir af tíðum bensínsprengjum og hnífaárásum séu í 90 prósentum tilfella tengdar þessum Latínóhópi. „Þeir eru hnífastungutískan í dag og bensínsprengjur,“ sagði Jón Pétur í viðtali Reynis Traustasonar sem hægt er að sjá í heild sinnig hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -