- Auglýsing -
Maður féll útbyrðis af fiskiskipi rétt fyrir utan Faxaflóa í dag. Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita nú mannsins.
Samkvæmt frétt Vísis barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan 17 en Guðmundur Birkir Agnarsson stýrir aðgerðum Landhelgisgæslunnar. Segir hann að tvö aðstoðarskip séu að mæta á vettvang sem og allur tiltækur floti björgunarsveitanna. Þá sé notast við tvær þyrlur Gæslunnar, auk björgunarbáta frá Vestmannaeyjum. Einnig er búið að kalla varðskipið Þór út til hjálpar.