Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
4.2 C
Reykjavik

Tárvot Vanda á flandri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom sem frelsandi engill inn í sambandið þegar allt logaði í hneyklsimálum vegna forvera hennar. Skyndilega var sambandið komið með allt aðra ásýnd og hreinleiki virtist halda innreið sína í rótspillt karlasambandið. Miklar vonir voru bundnar við breytingarnar. 

En nú er öldin önnur. Vanda liggur undir ámæli víða vegna niðurlægjandi framkomu sambandsins við konur í landsliðinu. Eftir að svokallað treyjumál kom upp var Vanda sökuð um að vera á flótta undan fjölmiðlum. Hún þvertók fyrir það í tárvotu viðtali við Ríkisútvarpið sem fram fór í Katar á dögunum.

Formaðurinn á einnig í erfiðleikum með að verja það flandur KSÍ að vera í Katar þar sem fordómar í garð hinsegin fólks vaða uppi og heimamenn gera fótboltafólki og fjölmiðlum lífið leitt með allskonar hindrunum og þvingunaraðgerðum. Vanda er komin í vandræði vegna stefnuleysis og að svína á konum í knattspyrnu …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -