Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kristján svarar fyrir meintar lygasögur úr fangelsinu: „Af hverju ætti ég að ljúga?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef enga ástæðu til þess að mála einhverja falsmynd fyrir fjölmiðla, en ég vil segja mína sögu og þetta er hún,“ segir áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, oftast kallaður Kleini, um atburðina sem hann upplifði í spænska fangelsinu á árinu. Sumir aðdáaendur hans efast um sannleiksgildi frásagnar hans en sjálfur þvertekur Kleini fyrir lygar.

„Það sem átti sér stað á vist minni í Al hraun fangelsinu á Spáni hefur farið misjafnt í fólk og ég skil það því ég trúi þessu ekki sjálfur, en spyrjið ykkur, af hverju ætti ég að ljúga um atburðina sem áttu sér stað og því sem ég varð vitni að?“ spyr Kristján í nýrri færslu á Instagram.

Kristján hefur verið opinn að svara spurningum fylgjenda sinna á Instagram og þar hafa sumir sakað hann um lygar, þá sérstaklega varðandi atburði sem hann segir að hafi gerst í fangelsinu. Þar var hann vistaður í átta mánuði og hefur fullyrt að bæði hafi hann sjálfur stungið mann og einnig orðið vitni að morði innan múranna.

„Ég veit hvað gerðist þarna og það verður aldrei tekið til baka og ég mun þurfa að lifa með því alla ævi. Ég opnaði mig um málið og sagði frá minni sögu og ég veit ekki í hvaða heimi þar sem nokkur manneskja myndi ljúga um það sem ég var vitni að, það er ekkert til þess að vera að monta sig að, eða hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki? Þá er þetta ekki eitthvað sem ég vil fá athygli út á. Það sem ég sá gerast og gerði er ekki neitt til þess að vera stoltur af,“ segir Kristján Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -