Atli hefur gefist upp. „Ég er löngu hættur að versla við þetta fyrirtæki sem betur fer,“ segir Atli ákveðinn. Og Pétur virðist hafa upplifað svipaða hluti á skyndibitastaðnum. „Ég fór þangað um daginn. Töluðu ekki íslensku, áttu ekki kók tvær heimsóknir í röð, sjúklega löng bið, mældu gegn því að fá pylsu því það tæki svo langan tíma, gat ekki fengið kokteisósu í stað hamborgara sósu og kunnu ekki að gefa mér kvittunm,“ fullyrðir Pétur.
Aktu Taktu bregst við
Mannlíf leitaði viðbragða frá eiganda Aktu Taktu en það er fyrirtækið Gleðipinnar. Markaðsstjóri fyrirtækisins, Jóhannes Ásbjörnsson segir að fyrirtækinu þyki leiðinlegt að heyra af mistökunum og bjóða viðkomandi nýja máltíð:
„Vissulega þykir okkur leitt þegar við heyrum af mistökum sem þessum og við munum að sjálfsögðu hafa samband við þennan aðila sem átti í hlut. Hvað viðbrögð starfsmannsins varðar þá eru þau vissulega ekki hefðbundin, en lýsa kannski ágætis viðleitni hjá okkar fólki ef maður leyfir sér að vera jákvæður. Tómatsósa er frábær og ágætt að hafa nóg af henni með frönskunum, en við munum bjóða þessum aðila nýja máltíð hjá okkur á Aktu Taktu og vonumst til að sjá hann á staðnum sem allra fyrst.“