Gunnar Smári Egilsson gerir stólpagrín að þætti Egils Helgasonar, Silfrið, sem sýndur var á sunnudaginn á Rúv. Þar var mættur Hannes Hólmsteinn Gissurarson til að ræða nýútkomna bók eftir hann um Landsdómsmál Geir H. Haarde.
Sósíalistaforinginn skrifaði færslu í Facegroup-hóp Sósíalista sem vakti kátínu lesenda. Kallaði hann viðtal Egils Helgasonar við Hannes, sýndarréttarhöld:
„Þegar ljóst var að ekki var þingmeirihluti fyrir tillögu Sigmundar Davíðs um að Alþingi bæði Geir H. Haarde afsökunar fyrir að Landsdómur hefði dæmt hann fyrir afglöp í aðdraganda Hrunsins ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að efna til sýndarréttarhalda í Silfrinu og sýkna Geir. Og dæma alla þá sem ákærðu hann og dæmdu. Og sýkna síðan alla Sjálfstæðisflokksmenn fyrr og síðar, almennt og yfirleitt, og um framtíð alla.“