Egill Helgason fjölmiðlamaður vekur á Facebook athygli á myndbandi nokkru sem finna má á Youtube. Sumir telja að þar sé á ferðinni fyrsta íslenska sjónvarpsauglýsingin. Hvað sem því líður þá er auglýsingin þó tvímælalaust meðal fyrstu leiknu auglýsingum á Íslandi.
Sjón er sögu ríkari en auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Óhætt er að segja að auglýsingar hafa breyst talsvert frá þessu tíma. Sitt sýnist hverjum um hvort þær breytingar hafi verið til góðs.
„Er þetta örugglega ekki áramótaskaup?,“ spyr Illugi Jökulsson rithöfundur í athugasemd hjá Agli. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður segir að þetta hafi verið auglýsing sem hafi verið sýnd í bíó. „Maðurinn er Reynir Oddsson. Óskar Gíslason gerði þetta 1957 eða 8 þannig að þetta var fyrir bíó, ekki tv,“ segir Ásgrímur.