Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

8 þúsund Íslendingar á biðlista eftir skurðaðgerð: „Við höfum miklar áhyggjur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Biðlistar hér á landi efir skurðaðgerðum hafa ríflega tvöfadast á síðustu þremur árum og nú má finna um 8 þúsund Íslendinga á lista eftir aðgerð. Þrátt fyrir það eru skurðstofur landsins ekki reknar á fullum afköstum.

Geir Tryggvason, formaður Félags skurðlækna, hefur miklar áhyggjur af hinum löngu biðlistum á Íslandi. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu mikið biðlistarnir hafa lengst á undanförnum árum. Þeir hafa meira en tvöfaldast frá 2019,“

RÚV greinir frá og þar segir að almennt séu ekki nema 11 til 13 skurðstofur í notkun hverju sinni af þeim 18 sem til eru. Ástæðan er mannekla og sá mönnunarvandi veldur því að biðlistarnir lengjast í sífellu. Ekki bara eru nú um 8 þúsund Íslendingar á listunum heldur fjölga þeim stöðugt sem bíða þurfa lengi eftir því að komast að.

„Bak við hverja kennitölu á þessum biðlista er sjúklingar sem eru með vandamál sem við gætum leyst eða bætt með skurðaðgerð en menn komast ekki að og þurfa jafnvel að bíða í mánuð eða ár eftir aðgerð. það hefur verið brugðist seint og illa við og þess vegna erum við í þessari stöðu í dag. Þetta er ástand sem verður að bregðast við,“ segir Geir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -