Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Veru­leg­ur hiti mæl­ist í hraun­breiðunni eft­ir jarðeld­ana – Kemur á óvart segja vísindamenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá því grein­ir rann­sókn­ar­stofa Há­skóla Íslands á sviði eld­fjalla­fræða og nátt­úru­vár, að veru­leg­ur hiti mæl­ist í hraun­breiðunni eft­ir jarðeld­ana í og við Fagra­dals­fjall í ár sem og í fyrra.

Kemur fram að helst mæl­ist hit­inn næst gíg­un­um; enda hraunið þykk­ast þar; allt að eitt hundrað metra þykkt í til­viki fyrra goss­ins: Um 35 metra þykkt nærri þeim gíg­um sem urðu til vegna gossins í lok síðasta sum­ars.

Þá deilir stof­an korti á samfélagsmiðlinum Face­book, sem bygg­ist á hita­mæl­ing­um er gerðar voru á mánu­dag­inn síðasta.

Þar segir að hár hiti komi á óvart í hraun­inu; fremst í Nátt­haganum, ann­ars veg­ar, og suðaust­ast í Mera­döl­um, hins veg­ar.

Varðandi hit­ann í Nátt­haga þá stafar hann hugs­an­lega vegna þess að innri kjarni hrauns­ins hafi hald­ist nægi­lega heit­ur eft­ir að gosi lauk, til þess að ná að flæða fram og viðhalda hit­an­um allra fremst í Nátt­haga.

- Auglýsing -

Einnig að um svæðið suðaust­ast í Mera­döl­um seg­ir að þar hafi bráðin kvika úr kjarna þess hrauns sem rann árið 2021, brot­ist út um yf­ir­borðssprungu í ág­úst síðatliðnum vegna ferg­ing­ar af nýju hraun­breiðunni.

Því er ljóst að þarna hef­ur skot­ist inn – og sit­ur enn – veru­legt magn af heitri kviku sem skýr­ir upp­lyft­ing­una sem varð á hraun­yf­ir­borðinu á þessu svæði sam­fara kviku­út­flæðinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -