Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, var í viðtali í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Hinn 37 ára gamall Björgvin Páll, er einn allra besti handboltamarkvörður Íslands fyrr og síðar, átti erfiða æsku; glímdi við mikla vanlíðan er hann var ungur:
„Ég man mjög vel eftir átta ára aldursárinu mínu,“ segir Björgvin Páll og bætir við:
„Ég fór inn á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, þegar að ég var átta ára gamall.“
Bætir við:
„Ástæðan fyrir því að ég fór inn á BUGL var sú að ég var tekinn með hníf á mér í skólanum.“
En nú er handboltamarkvörðurinn frábæri að gefa út barnabók sem ber heitið Barn verður forseti á dögunum; en þar rifjar Björgvin Páll upp stór augnablik í bæði barnæsku sinni og fullorðinslífi.