Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Axel: „Verktakar stjórna framboði og eftirspurn á húsnæðismarkaðnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Axel Jón Ellenarson skrifar athyglisverðan pitil um stöðuna á leigumarkaðinum á Íslandi á Facebook-síðu sinni.

Hann segir að „á húsnæðisleigumarkaði þar sem leigufélög og allir leigusalar mega hækka leigu eins og þeim sýnist; í verðbólgu þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti er verið að gefa fjármagseigendum tækifæri til að hækka allt sem svo almenningur greiðir fyrir.

Boltinn rúllar af stað.

Afborganir húsnæðislána hækka, matvöruverð hækkar, allt hækkar og kaupmáttur rýrnar.“

Bætir við:

„Þessi svokallaði frjálsi markaður sem ýmsir „trúa“ á er án regluverks og slíkt er óskapnaður sem almenningur þarf að greiða fyrir – en ekki fjármagnseigendur né fyrirtækin.

- Auglýsing -

Seðlabankastjóri sagði í útvarpsviðtali í vikunni að í gegnum kjarasamninga SGS væri fólk að fá mikla peninga strax. Það var mjög einkennilegt að heyra vegna þess að kjarasamningarnir skapa ekki raunverulega kaupmáttaraukningu heldur fara þær kjarabætur beint í að greiða fyrir það sem Seðlabankinn hefur skapað fyrir reglulausan „frjálsan markað.““

Axel nefnir að „allar launahækkanir renna í vasa fjármagnseigenda. Þegar honum var bent á þetta í útvarpsviðtalinu var augljóst að hann hafði ekki reiknað með spurningunni og svaraði: „ … jújú, en margir eiga peninga til að eyða, við skulum bara orða það þannig.“

Ekki veit ég hvaða fólk það er sem hann á við meðal launafólks. Fólk nær vart endum saman milli mánaða og sá vandi vex. Svo sagði hann: „Íslendingar eru ekki vanir því að það sé eitthvað verið að segja þeim fyrir verkum. Og það alveg sama þó þessi þjóð hafi svo margoft hlaupið framúr sér, hvernig hún hefur eytt peningum umfram efni og lent í allskonar veseni þess vegna þá er það alveg sama. Fólk ætlar ekkert … semsagt fólk tekur þessu ekki vel,“ og átti Ásgeir við að fólk taki þessum orðum hans ekki vel þegar hann sakar þjóðina um að hafa ollið bankahruninu 2008, ekki bönkunum, ekki stefnu stjórnvalda og enn síður Seðlabankanum sem lánaði milljarða í fallna banka sem töpuðust.

- Auglýsing -
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Svo blaðraði hann svolítið um þjóðina sem gagnrýnir aðgerðir hans og stjórnvalda á samfélagsmiðlum. Þessum litla háværa minnihluta sem hangir á Facebook. Maðurinn á svörtuloftum, sem er að því er virðist í vinnu fyrir fjármagnseigendur, telur að hækkanir á fasteignamarkaði hætti!“

Axel segir að „það er ótrúlegt skilningsleysi þar sem fasteignamarkaðurinn lýtur reglulausum frjálsum markaði. Verktakar stjórna framboði og eftirspurn á húsnæðismarkaðnum og þekkt er að þeir bíða með að selja íbúðir til að þrýsta verðinu upp með aukinni eftirspurn.

Byggingaverktakar kunna á frjálsan markað. Þeir okra á húsnæði og almenningur á engra kosta völ en að taka hærri lán og borga hærri afborganir af lánum sínum. Ekkert leiguþak er og ekkert regluverk er á húnsæðismarkaði. Verktakarnir mega leika sér eins og þeim sýnist með framboð og eftirspurn. Þeir sjá um þetta.“

Hann bendir á að „þegar stýrvextir hækka, hækkar allt annað, vextir og verðlag. Reglulaus frjáls markaður tekur enga ábyrgð, eðli hans er að græða peninga. Ef um hann gilti regluverk yrði hann að taka ábyrgðina sem frelsinu fylgir og velta ekki launahækkunum út í verðlagið.

Um þetta sagði Ásgeir Jónsson: „Við verðum að átta okkur á því að efnhagslífið er ekki einhver vél. Við vitum aldrei hvað gerist. Þó við búum til líkön og spár, við vitum aldrei nákvæmlega hvað gerist sko. … íslenska þjóðin verður að átta sig á því að við búum í heimi sem er mjög óstöðugur.“

Svo endaði hann á því að segja að launafólk geti ekki farið fram á launahækkanir og um leið lægri stýrivexti: „Fólk verður að átta sig á að þetta gengur ekki saman.“

Seðlabankastjóri spyr sjálfan sig hvort hafi komið á undan hænan eða eggið; hvort ákvarðanir hans um að hækka stýrivexti hafi valdið almennum hækkunum og kaupmáttarrýrnun eða hvort aukinn kaupmáttur á reglulausum frjálsum markaði hafi leitt til stýrivaxtahækkana og kaupmáttarrýrnunar? Þessari spurningu sinni getur hann ekki svarað því hann veit ekki hvað gerist næst, því efnahagslífið er ekki vél.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -