Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá þá var einn með allar lottótölurnar réttar í kvöld – en potturinn var þrefaldur.
Sá hinn heppni fær því 36,5 milljónir króna, en miðinn var keyptur hjá N1 á Sauðárkróki.
Í tilkynningunni kemur fram að um kerfismiða hafi verið að ræða; þegar um kerfi er að ræða geta lottóspilarar keypt eina röð með 6 til 10 tölum í stað 5, og borga meira fyrir.
Gaf miðinn vinningshafanum líka 5 af 8 bónusvinningum.
Þrír aðrir skiptu með sér bónusvinningnum; hlýtur hver þeirra um 157 þúsund krónur.
Tveir miðanna eru í áskrift; einn miðinn var keyptur á lotto.is.
Kemur fram að enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum, en þrír miðahafar voru með annan vinning; fær hver þeirra 100 þúsund krónur.
Einn miðinn var keyptur í Hafnarfirði, í versluninni Fjarðarkaup; tveir miðanna voru keyptir með Lottó appinu.