Nokkuð rólegt hefur verið hjá lögreglu. En klukkan 05:37 var ökumaður stöðvaður fyrir að hafa ekið á 114km/klst á Vesturlandsvegi þar sem aka má á 80km/klst; Hann var handtekinn þar sem hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna.
Klukkan 05:46 var ökumaður stöðvaður á Sæbraut en hann reyndist vera án ökuréttinda.
Stuttu áður var karlmaður handtekinn í miðborginni þar sem hann var að kasta af sér þvagi. Hann á von á sekt vegna málsins.
Klukkan 09:50 var ökumaður kærður fyrir hraðakstur eftir að bifreið sem hann ók mældist á 115km/klst þar sem hámarkhraði var leyfur 80km/klst á Vesturlandsvegi.
Klukkan 15:00 var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi. Engin slys urðu á fólki en eignatjón varð.
Klukkan 17:34 var umferðarslys í Árbæ eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni eftir að hafa ekið of hratt miðað við aðstæður. Skemmdir urðu á umferðarmannvikjum.
Klukkan 18:36 féll karlmaður sem var á göngu í miðborginni. Minniháttar andlitsáverkar sem betur fer og var viðkomandi fluttur á slysadeild; ekki er vitað um tildrög slyssins en engin hálka var á vettvangi.
Svo var það klukkan 19:00 að tilkynnt var um umferðarslys á Vesturlandsvegi, en bifreið var ekið aftan á aðra bifreið. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Nokkuð eignatjón varð.