Samkvæmt vefsíðunni handball-planet er íslenski landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Nantes í Frakklandi, Viktor Gísli Hallgrímsson, besti ungi markvörður heims.
Kosið var um efnilegustu handboltaleikmenn í hverri stöðu og greiddu meira 15 þúsund manns atkvæði í vali á efnilegasta markverðinum; atkvæði almennings vógu á móti niðurstöðu dómnefndar síðunnar, en hún var skipuð eldri handboltamönnum og fjölmiðlamönnum sem sérhæfa sig í handbolta.
Kemur fram að Viktor Gísli varð annar í netkosningunni, á eftir Egyptanum Abdelrahman Mohamed, en hins vegar hlaut Viktor Gísli afgerandi stuðning dómnefndar; sem varð til þess að hann varð efstur.
Auk þess að vera valinn efnilegasti markvörður heims var Viktor Gísli í þriðja sæti yfir efnilegustu handknattleiksmenn heims; Svíinn Eric Johansson, leikmaður Kiel, var valinn efnilegastur.
Viktor Gísli hefur leikið frábærlega með Nantes í Frakklandi; er síðan algjör lykilmaður í landsliði Íslands sem hefur leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í janúar á næsta ári.