Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Viktor Gísli kjörinn efnilegasti handboltamarkvörður heims

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sam­kvæmt vefsíðunni hand­ball-pla­net er íslenski landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Nan­tes í Frakklandi, Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, besti ungi markvörður heims.

Kosið var um efni­leg­ustu handboltaleik­menn í hverri stöðu og greiddu meira 15 þúsund manns at­kvæði í vali á efni­leg­asta markverðinum; at­kvæði al­menn­ings vógu á móti niður­stöðu dóm­nefnd­ar síðunn­ar, en hún var skipuð eldri hand­bolta­mönn­um og fjöl­miðlamönn­um sem sér­hæfa sig í hand­bolta.

Kemur fram að Vikt­or Gísli varð ann­ar í net­kosn­ing­unni, á eft­ir Egypt­an­um Abdel­ra­hm­an Mohamed, en hins vegar hlaut Viktor Gísli af­ger­andi stuðning dóm­nefnd­ar; sem varð til þess að hann varð efstur.

Auk þess að vera val­inn efni­leg­asti markvörður heims var Viktor Gísli í þriðja sæti yfir efni­leg­ustu hand­knatt­leiks­menn heims; Svíinn Eric Johans­son, leikmaður Kiel, var valinn efni­leg­ast­ur.

Vikt­or Gísli hef­ur leikið frábærlega með Nan­tes í Frakklandi; er síðan algjör lyk­ilmaður í landsliði Íslands sem hef­ur leik á heims­meist­ara­mót­inu í hand­knatt­leik í janúar á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -