Hin skelegga Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarfulltrúar meirihlutans vilji ekki skoða „sína eigin sjálftöku“ og á þá við himinhá laun þeirra.
Í nýrri færslu á Facebook skrifar Sanna um leiðir til að spara pening fyrir Reykjavíkurborg. Segir hún að með því að frysta laun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa á næsta ári, megi spara 29 milljónir. En segir hún að borgarfulltrúar meirihlutans vilji ekki „vasast í eigin launum“ en biður fólk að líta á stóra samhengið og tekur svo til nokkur dæmi um það hvað hægt er að gera við 29 milljónir króna.
„Stóra samhengið