Karen Ósk Bereza skrifaði færslu á Mæðra tips-hópnum á Facebook þar sem hún segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við bráðamóttöku Landsspítalans.
Í færslunni, sem hún gefur fjölmiðlum góðfúslegt leyfi til að fjalla um, fer hún yfir veikindi eiginmanns síns, Tomek, sem er pólskur, og móttökuna sem hann fékk á bráðamóttökunni. Ljóst er að ef Karen hefði ekki verið árvökul hefði getað farið mjög illa fyrir eiginmanni hennar en vegna álags var hann sendur fárveikur af bráðamóttökunni og heim með fangið fullt af verkjatöflum.
„eg er að krepera, eg verð að tala við einhvern allir eru sofandi og eg er að missa mig ur reiði við braðamottökuna.
Tomek maðurinn minn er fra Pollandi,
hann er buinn að vera veikur alla vikuna einsog Sonur okkar með þessa flensu pest sem allir eru að fa, nema svo eru þeir að skana þegar þeir fa badir eyrnabolgu. Fara a læknavaktina og fa syklalyf uppaskrifuð af lækni þar. Sonur minn 3 ara skanar strax af syklo en tomek versnar, en ekki i eyranu heldur aftan a hausnum.“
Þegar þarna er komið við sögu er Tomek mjög illa farinn af verkjum:
„Hann veinar og grætur, fölur og bara hryllilegt að ska hann.
Stifur i haus og halsi med verk aftan a halsi og hnakka og veinar ur verkjum maðurinn.
Eg hringi a sjukrabil i dag kl 16:00 eftir að eg helt hann hefdi nað að sofna og væri þa betri en þegar eg hringdi i hann svaradi hann veiklulega og kjökrandi i simann,
taka þeir hann kl 16:30 og kl 17:15 hringir hann ad fara heim og eg a ad sækja hann.
Eg sagdi biddu ha hvad gerdist, þa tekkaði erlendur læknir bloðþrysting og hita og sagdi að þeir væru svo busy það væri svo mikið að gera að hann fær tima hja hals nefnog eyrna a morgun og sendu hann heim med tramadol, parkodin og ibufen……..!!!!!“
Þegar heim var komið en ekkert af lyfjunum hjálpuðu og blóðvökvi fór að leka úr eyrum hans. Kareni fannst einkennin kunnugleg.
„Hann er her heima svona 2 tima tekur tramadol, parkodin og ibufen saman en ekkert gerist og blæðir afram rauðum vökva ur eyranu einsog sidasta 1.5 solarhring. Bloðug bref um allt rum og grisjur sem hann hefur haft inni i eyranu og öll koddaver i þessum bloðvökva. Mer stendur ekki a sama veinid sem kemur fra honum hann litur ut einsog litið barn sem þarf að halda a og hann tekur um hnakkann a ser einsog hann se að fa hriðir i hnakkann sem koma og fara. Eg akved ad googla eyrnabolga, stifleiki i halsi og pulsandi hausverkur og fæ upp heilahimnubolgu. Eg skoða einkennin og se að allt a við hann.
Snögglega hringi a læknavaktina og tala vid hjukku þar sem er yndisleg einsog þær eru vanalega þar, sagdi henni söguna og hun spyr hvort þeir a braðamotökunni hafi væntanlega hafi ekki tekið bloðprufu eða þreifað hnakkann uppa braðavakt það ætti að segja til um heilahimnubolgu. nei læknir kom og skoðaði hann (“skoðaði”) þa meina eg tok bloðþrysting sem var 145/100 og hita og sagdi ad þrystingurinn væri utaf hausverknum og skrifdi uppa tramadolið og sendi hann heim. Hjukrunarfræðingurinn var hissa og sagdi mer að koma asap með hann uppa læknavakt og vid færum i forgang þar sem hann hvorki gat beðið ne væri það raðlegt, eg bruna með hann og við forum beinustu leið inn. læknirinn sem tok a moti okkur var ekki lengi að sja a honum með nokkrum þreifingum a halsi að hann grunaði að hann væri liklega með alvarlega sykingu i mastoid bone sem er aftan a hnakkanum og getur orðið að bakteriu heilahimnubolgu sem er lifshættuleg hratt. Hann segir hljoðhimnuna greinilega sprungja og sykingin er eflaust farin ur eyranu og buin að færa sig yfir i hnakkann. Hann endurtekur fyrir mer að þetta se alvarlegt og tekur Crp prof sem kom ut 197 og endurtekur að þetta se alvarlegt. Hann sendir okkur strax niður a braða og segist muni hringja i serfræðing þar a meðan og segir að okkur muni biða allt önnur viðkoma þar heldur en i dag.
Þegar hjónin mæta í annað sinn á bráðamóttökuna tekur sami hjúkrunarfræðingurinn á móti þeim og tók á móti þeim fyrr um daginn.„Fegin drifum vid okkur en a moti okkur tekur hjukrunarfræðingurinn sem hitti hann i dag,
algerlega eru þær eins misjafnar og þær eru margar greinilega þvi hun fer inn og kemur aftur og beygir sig nidur að Tomek þar sem hann situr i hjolastol og segir einsog hann se skilningslaus vanviti “þu varst her aðan og þu fekkst verkjalyf og att tima hja halsnef og eyrna a morgun, læknirinn skoðaði þig aðan” eg hækka þa rominn og segi yfir allan hopinn “meinar þu skoða með að taka bloðþrysting og hita!!?” “ hann er með crp a 198 og læknirinn a læknavakt telur hann med alvarlega sykingu sem leidir til heilahimnubolgu! hun drattast þa inn og vid bidum ekki vitandi hvsða mottökur vid faum næst. Eg byrja vera hrædd um að fa aftur ekki þjonustu og reyni ad hringja a 1770 aftur tilað fa að tala vid lækninn sem vid hittum. (verð eiginlega að senda hjukkunni og lækninum a læknavaktinni konfekt eða eitthvað sem þökk sko) Eg næ ekki inn en svo kemur annar hjukrunarfræðingur ut sem betur fer og Hann er loksins tekinn inn, eg ma ekki fara med vegna aðstandenda banns, sem hræddi mig mikið þvi hann var svo slappur ad hann getur ekki barist fyrir sjalfan sig. læknirinn a læknavaktinni hafdi haft samband vid serfræðing einsog hann sagði og malid greinilega litið alvarlegum augum nuna 2 timum eftir að þau sendu hann heim af braðavakt þegar eg hafdi sent hann þangað með sjukrabil vegna alvarleika. Bloðprufur CT scan, annað crp prof 240 orðið nuna einni klst siðar og hvit bloðkorn syna mikla sykingu. Meira segja var mænuvökvi tekinn allt innan klukkustundar eða svo. Morfin tilað reyna sla a þennan hryllingsverk ekkert annað virkaði.
Hjukrunarfræðingur sagði fljotlega eftir komuna við hann að hann yrði eflaust her i einhverja daga.“
Að lokum komst Tomek undir góðar hendur á spítalanum og kominn á sterk sýklalyf.„Hann byrjaði strax að fa IV antibiotics i æð einsog hinn læknirinn hafði sagt að hann þyrfti strax. (hann var a amoxxilin nunþegar vegna eyrnabolgunnar en það er ekki nog)
Eftir rumar 2-3 klst var hann lagður inn a spitala deild uppi. Eg veit ekki meira einsog er en hann er kominn i goðar hendur inna spitalanum svo eg er ahyggjuminni eg veit að viðhorfið þar er allt annað. Eg bara get ekki hugsað til þess hvað hefði gerst ef eg hefði ekki fengið þessa hugdettu að googla, það er ekki alltaf slæmt.
Oft er maður svo pirraður a læknavaktinni en guði se lof fyrir hjukrunarfræðinginn sem eg talaði við og þennan lækni sem strax fra byrjun sa alvarleikann. Eg grenja bara her þvi mer finnst svo hryllilega osanngjarnt að eg hafi þurft að berjast fyrir þessu…. við borgum himin haa upphæð fyrir sjukrabil og pöntum hann ekki af gamni okkar en hann sendur burt a þessum stutta tima an svo mikils sem þreifingu a halsi þegar hann segist vera stifur.
Eg lærði sem barn að stifleiki i halsi gæti verið sign a heilahimnubolgu eða sykingu i heila.
Nu veit eg það vantar starfsfolk enda endurtoku þau a braða við tomek þegar hann kom fyrst að það væri svo mikið að gera að þau hefðu ekki tima fyrir hans tilfelli.
Auðvitað er það rikisstjornar vandamal og allt það klabb en það hitti hann læknir sem og hjukrunarfræðingur sem bæði feila a að aðstoða hann fra byrjun, hvort það se þvi hann er polskur eða hvað veit eg ekki, hann talar fina islensku og ensku.
Nu er eg gengin næstum 34 vikur a leið með 2 börn heima og er eiginlega bara uppgefin en liður aðeins skarr að pusta her i von um að aðrir hlusti a sitt innra og jafnvel þott þið hafið verið hja lækni fyrir klukkustund siðan,farið aftur ef þid finnið a ykkur alvarleikann.
Það er enginn sem ber abyrgð a lifi hans ef hann hefði daið, ekkert sem gefur mer hann til baka, enginn peningur sem breytir þvi og i þessu læknasamfelagi er bara bent a næsta eða engin abyrgð tekin“