Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Tíu ára drengur fórnaði lífi sínu er þrjú börn féllu í gegnum ís: „Við erum öll enn í sjokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur drengur lést hetjudauða er hann reyndi að bjarga þremur öðrum krökkum sem féllu í ísilagt vatn. Einum dreng var bjargað en hin börnin létust öll.

Mannlíf sagði frá harmleiknum sem varð í Solihull í Englandi í vikunni. Fjórir krakkar féllu þá í ísilagt vatn en þrír þeirra létust en en viðbragðsaðilum tókst að blása lífi í einn þeirra en hann er enn á gjörgæslu.

Sjá einnig: Þrír ungir drengir drukknuðu í ísilögðu vatni: „Fjölskyldurnar eru gjörsamlega niðurbrotnar“

Hinn 10 ára Jack Johnson skutlaði sér í ískalt vatnið, án þess að hugsa um eigin heilsu, eftir að hann heyrði óp frá börnunum þremur sem fallið höfðu í vatnið.

Blessuð sé minning þessarar hetju.
Ljósmynd: Facebook-skjáskot

Samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu drengsins kostaði hetjuskapurinn hann lífið.

Í vöku sem haldin var fyrir börnin sem dóu klöppuðu íbúar Solihull, nærri Birmingham, fyrir viðbragðsaðilunum sem gerðu allt sem þeir gátu til að bjarga drengjunum en einn þeirra, lögregluþjónn, var fluttur á sjúkrahús með ofkælingu en hann hafði kýlt gat á ísilagt vatnið með berum hnúum. Þá var klappað fyrir slökkviliðsmönnum sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum er þeir vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína með því að leggja blómvendi við bráðabyggða helgidóm þar sem fólk hefur lagt bréf og blómvendi. Í einu bréfi slökkviliðsmannanna stóð „Hvílið í friði strákar.“

- Auglýsing -
Slökkviliðsmennirnir vottuðu drengjunum virðingu sína.
Ljósmynd: Rowan Griffiths / Daily Mirror

Samkvæmt The Mirror eru drengirnir þrír sem fyrst féllu í vatnið allir úr sömu fjölskyldunni. Frænka hetjunnar Jack, Charlotte McIlmurray skrifaði á netinu: „10 ára drengurinn er frændi minn. Hann sá einn fara í gegnum ísinn og hljóp til bjargar. Bænir okkar og hugsanir fara til hinnar fjölskyldunnar. Við erum algjörlega brotin yfir þessu. Það að hann skyldi deyja við að reyna að bjarga þremur drengjum sem hann þekkti ekkert, lýsir honum fullkomlega. Hann var stórkostlegur.“

Fjölmargir vottuðu drengjunum virðingu sína.
Ljósmynd: Rowan Griffiths / Daily Mirror

Jack var nemandi í St. Anthony´s Roman Catholic grunnskólanum í nágrannabænum Kingshurst. Skólinn var lokaðu í gær. Formaður bæjarstjórnarinnar Marcus Brain sagði: „Eitt af börnum okkar er látið. Ég hef talað við fjölskylduna. Starfsfólkið er algjörlega miður sín. Drengurinn var yndislegur. Allir eru eyðilagðir. Við erum öll enn í sjokki.“

Frá björgunaraðgerðunum.
Ljósmynd:Rowan Griffiths / Daily Mirror

Slökkviliðisstjórinn Richard Stanton sagði að þessi harmleikur væri sterk áminning um hættur opinna vatna. „Frosin vötn, tjarnir, síki og lón geta verið fallega á að líta en geta einnig verið bannvæn. Það er ekki til sterkari áminning en harmleikurinn sem varð á sunnudaginn. Við viljum biðja foreldra og umönnunaraðila að minna börnin á þær hættur sem fylgja ísilögðum vötnum og af hverju þau verða að halda sig frá þeim. Vinsamlegast hjálpið okkur að koma í veg fyrir að nokkuð svona gerist aftur.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -