Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, situr nú á Alþingi og það ekki við auðar hendur. Hefur hann lagt fram tillögu um að aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveiru, verði greindar af sérfræðingum.
Fram kemur í frétt Rúv að í tillögu Arnars Þórs komi fram sú ósk að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd þriggja fræðimanna, til að greina aðgerðir stjórnvalda í kóróna faraldrinum. Yrði það gert í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Vill Arnar að nefndin skili niðurstöðu í síðasta lagi á haustþingi 2023.
Varaþingmaðurinn segir í greingerð að aðgerðirnar teljist til viðtækustu inngripa ríkisvalds í lýðveldissögunni og hafi haft marghliða afleiðingar. Að mati Arnars ber að greina hvort vald hafi í of miklu mæli verið framselt til sérfræðinga og embættismanna. Aukreitis verði greinilega dregið fram hvaða takmörk stjórnarskráin setji valdheimildum framkvæmdarvaldsins.