Piparkökuhúsin – Hvaðan koma þau?
Það hefur lengi verið hefð að skreyta piparkökur þegar nálgast fer jólin. Sumir setja saman piparkökuhús og víða um heim er blásið til samkeppna þar sem stærstu og best skreyttu húsin fá verðlaun. Hefðin fyrir skreyttum piparkökuhúsum hófst í Þýskalandi í byrjun 18. aldar og á rætur sínar að rekja til vinsælu sögunnar Hans og Grétu. Þýskir bakarar fóru því smám saman að búa til lítil skreytt hús úr krydduðu hunangskexi.
Uppruni piparkökunnar er hins vegar ekki nákvæmur. Engiferrót var fyrst ræktuð í Kína fyrir um 5.000 árum og var talin hafa lækninga- og töfrandi eiginleika. Sumir matvælasagnfræðingar segja að fyrsta þekkta uppskriftin að piparkökum sé frá því um 2400 f.Kr. í Grikklandi. Aðrir segja piparkökurnar upprunalega frá Frakklandi og enn aðrir segja nunnur hafa byrjað að baka piparkökurnar í Svíþjóð en þá var tilgangur kökunnar að draga úr meltingatruflunum.
Þrátt fyrir óljósan uppruna piparkökunnar er nútímahefðin að búa til piparkökuhús orðin fjölskylduviðburður um allan heim. Stærsta piparkökuhúsið var búið til af Traditions Club í Texas árið 2013 en húsið var rúmir 18 metrar á lengd, 12 metrar á breidd og 18,28 metrar á hæð. Þá er talið að það hafi þurft rúmlega 800 kíló af smjöri, auk annars hráefnis, til þess að búa til húsið.
Stærsta piparkökuþorpið gerði kokkurinn Jon Lovitch, í New York árið 2017 en hann gerði stærsta piparkökuþorpið fjögur ár í röð.
Hér má lesa nýjasta tímarit Víns og matar á vefformi