Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Barnafátækt á Íslandi – Í landi auðs þar sem þúsundir barna líða skort

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland er meðal auðugustu landa heimsins samkvæmt nýjustu tölum. Hér er alltaf talað um velferðaríkið Ísland og stjórnmálamenn berja sér á brjóst og tala um góða stöðu þjóðarbúsins og fleira í þeim dúr. Þrátt fyrir ríkidæmi Íslands búa tugþúsundir Íslendinga undir fátæktarmörkum, þar af fleiri þúsund börn. Hvernig má það vera? 

Í nýjum tölum frá Global Finance tímaritinu má sjá að Ísland er 17 ríkasta land heims, af rétt undir 200 löndum. Erum við fyrir ofan stór lönd á borð við Þýskaland, Svíþjóð, Ástralíu og Kanada en rétt fyrir neðan Austuríki, Holland og Danmörku, svo nokkur séu nefnd. Þá má nefna að í lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árin 2019-2021 kom fram að íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Þar kom fram að hlutfall heimila sem eiga erfitt með að láta enda ná saman hefði aldrei verið lægra og aldrei hefðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þungan. Hlutfall heimila sem sögðust búa við efnislegan skort var nálægt sögulegu lágmarki og aldrei höfðu færri heimili sagst eiga í erfiðleikum með að mæta óvæntum útgjöldum. Ísland á sem sagt til hnífs og skeiðar. Það er að segja þjóðarbúið og meirihluti Íslendinga. En af þeim ríflega 375.000 hræðum sem hér búa eru um 9% landsmanna undir lágtekjumörkum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands en árið 2020 bjuggu 10.000 börn á Íslandi við fátækt, þar af 3.000 við sára fátækt.

Þáttur Kveiks sem birtist á skjánum fyrir tveimur árum síðan, vakti gríðarlega athygli og má segja að hafi vakið marga Íslendinga til umhugsunar en þátturinn fjallaði um fátækt á Íslandi. Þar kom fram að verst stöddu einstaklingarnir á Íslandi eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur en börn sem alast upp í fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn og eru þau líklegri til að lifa við fátækt alla sína ævi. Í þættinum kom fram að hverju sinni búi um 18 til 35 þúsund manns við fátækt á Íslandi eða 5-10% landsmanna en í ár er það um 9%. Af þeim fjölda eru það um sjö til tíu þúsund sem býr við sára fátækt. Í 17 ríkasta landi heims. Árið 2020 bjuggu 11.1% barna 0-15 ára við fátækt hér við land.

Skilgreining á fátækt

Í Kveiksþættinum var rætt við einn helsta sérfræðing Íslendinga á sviði fátæktar, Kolbein Hólmar Stefánsson. Sagði hann að við þekktum fátækt er við sjáum hana en að mæla hana væri annað mál. „Við erum oft að nálgast hana með ýmsum ólíkum mælingum.“ Algengast sé að miða við ákveðinn punkt í tekjudreifingunni. „Og allir sem eru fyrir neðan hann á tilteknum tímapunkti eru taldir búa við alla vega aukna hættu eða auknar líkur á fátækt,“ sagði Kolbeinn í viðtali við Kveik. Segir í þættinum að miðað við þessa skilgreiningu „eiga allir einstaklingar sem eru með ráðstöfunartekjur undir 239.200 krónum á mánuði á hættu að búa við fátækt. Og eftir því sem fjölskyldur eru stærri, þeim mun meiri þurfa ráðstöfunartekjurnar að vera. Þannig er til dæmis viðmiðið fyrir einstæða móður með eitt barn 310.960 krónur, fyrir einstæða móður með tvö börn er það 382.720 krónur, fyrir hjón er viðmiðið 358.800 og fyrir hjón með eitt barn er það 430.560 krónur.“ Tekið skal fram að þessar tölur eru tveggja ára gamlar og hafa því breyst eitthvað á milli ára.

Samkvæmt þessum tölum er stór hópur fólks sem fær örorku, félags- og atvinnleysisbætur, ellilífeyri eða er í láglaunastörfum, undir lágtekjumörkum. „Við sjáum að það telst ekki búa við fátækt samkvæmt þeirri mælingu en af því að það er langvarandi þarna þá er hægt og rólega búið að éta upp allt sparifé og lánstraust og skuldirnar hafa hrannast upp þá ertu komin með fólk sem raunverulega býr við fátækt það nær ekki að standa undir nauðþurftum til dæmis,“ sagði Kolbeinn í Kveikþættinum margumtalaða og bætti við að um það bil þrír af hverjum fjórum einstaklingum undir lágtekjumarki, sé fólk í vinnu.

- Auglýsing -

Ekki eru allir sammála að lágtekjumörkin gefi endilega skýra mynd af fátækt en önnur mæling er skortur á efnislegum gæðum. Eigi þrennt við af eftirfarandi lista, býr fólk við fátækt. Passi fleira á listanum við, býr fólk við sárafátækt.

  1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum.
  2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni.
  3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag.
  4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum.
  5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma.
  6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki.
  7. Hefur ekki efni á þvottavél.
  8. Hefur ekki efni á bíl.
  9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu.Hægt er að lesa alla greinina í nýjasta tölublaði Mannlífs hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -