Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Virkilega einfalt – Indverskar pönnukökur með byggi, rækjum og hvítlaukssósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Perlubygg er lúxusútgáfan af bygginu, suðutíminn þess aðeins 15 mínútur og því sniðugt að nota það í staðinn fyrir hrísgrjón eða kartöflur til tilbreytingar. Einnig er það gott í smá- eða aðalrétti eins og gert er hér. Bygg hefur mjög lágan sykurstuðul, inniheldur flókin kolvetni og er mjög trefjaríkt og því sérlega gott fyrir meltinguna. Það er einnig saðsamt og bragðgott og ekki skemmir fyrir að bygg er ræktað hér á landi.

 

Indverskar pönnukökur með byggi, rækjum og hvítlaukssósu

fyrir 6

200 g rauðar linsubaunir
2,5 cm bútur engiferrót
1 lítið grænt chili-aldin
hnefafylli ferskur kóríander
50 g hveiti
2 egg
1 tsk. salt
1 msk. olía
350 ml vatn
olía til steikingar

Sjóðið linsubaunirnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Látið kólna örlítið. Setjið í matvinnsluvél ásamt engifer, chili-aldin og kóríander og maukið allt vel saman. Setjið blönduna í skál og bætið hveiti, eggjum, salti, olíu og vatni saman við. Hrærið vel saman. Setjið u.þ.b. hálfa ausu af deigi á pönnukökupönnu eða aðra pönnu og steikið á báðum hliðum þar til kökurnar verða fallega brúnar.

Fylling
200 g perlu- eða bankabygg
6 beikonsneiðar
400 g rækjur
1 lítill poki spínat
pecorino-ostur eða annar bragðmikill harður ostur
safi úr hálfri sítrónu

Sjóðið byggið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Steikið beikonið á pönnu og skerið í litla bita. Setjið eldað byggið út á pönnuna sem beikonið var steikt á og bætið öllu hinu saman við og látið malla í smástund. Setjið byggblönduna í pönnukökurnar og hluta af sósunni og brjótið saman. Berið afganginn af sósunni fram með réttinum.

- Auglýsing -

Hvítlaukssósa
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 tsk. chili-flögur
4 msk. majónes
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. worcestershire-sósa
2 msk tómatsósa
1 dl vatn
2 tsk. olía
1/3 tsk. salt
nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Hrærið allt hráefnið saman og kælið fram að notkun.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -