Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

„Ef þú ert ekki á vel búnum jeppa, vertu þá bara heima í guðs bænum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum grátbiður fólk um að vera heima hjá sér, nema í þeim tilvikum þar sem það er á vel útbúnum jeppum. Lögreglan glímir nú við „algjört umferðarklúður” þar sem fólksbílar eru fastir víða á miðjum akbrautum.

Landið er lamað vegna veðurs. Flestar leiðir á Reykjanesskaga eru lokaðar vegna óveðurs sem nú gengur yfir landið. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða um landið.

Sjá einnig: Landið er lamað vegna veðurs – „Vinsamlegast ekki leggja af stað“

Reykjanesbraut hefur verið lokað frá Hafnarfirði alla leið að flugstöðinni og fjöldi fólks situr fast á Keflavíkurflugvelli. Öllu Ameríkuflugi var aflýst í nótt en annað flug er á áætlun, í það minnsta enn sem komið er þótt ófært sé milli höfuðborgarinnar og flugvallarins.

Skilaboð lögreglunnar á Suðurnesjum eru ansi skýr:

„Á eftirlitsferð okkar rétt í þessu veittum við því athygli að fólksbílar eru fastir mjög víða á miðri akbraut og engin vegur að komast framhjá þeim. Þessi færð er eingöngu fyrir vel búna jeppa, fólksbílar komast einfaldlega ekki leiðar sinnar í þessu. Festist einn bíll myndast flöskuháls sem er ansi fljótt að skafa upp að og myndast þannig algjört umferðarklúður. Þeir sem festa sig á illa búnum bílum tefja fyrir snjómoksturstækjum og stjórnendum þeirra sem eru allir að reyna sittt allra besta. Skilaboð okkar til ykkar eru þessi. Ef þú ert ekki á vel búnum jeppa, vertu þá bara heima og í guðs bænum virðið lokanir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

- Auglýsing -

Og lögreglan á Suðurlandi tekur í sama streng:

„Lögreglan á Suðurlandi beinir því til fólks að vera ekki á ferðinni á meðan verðrið er að ganga yfir. Mikil ófærð er í Árnessýslu og víða fastir fólksbíla, það skefur fljótt í skafla. Fastir bíla tefja mikið fyrir snjóruðningstækjum og viðbragðsaðilum. Þetta er einfaldlega ekki veður eða færð til að vera á ferðinni.“

Rúnar Ingi Árdal snjómokstursverktaki segist oft mæta ömurlegu viðmóti frá fólki en hann hefur undanfarin 11 ár rutt snjó á Akureyri. Hann segir starf sitt vera það vanþakklátasta starfar sem hann hefur unnið við og biðlar til íslensku þjóðarinnar um viðhorfsbreytingu.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Opið bréf snjómokstursverktaka til íslensku þjóðarinnar: „Gleðin alltaf minnkað meira og meira“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -