Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Ellisif var orðin 150 kíló: „Hann barði mig í stöppu þar sem voru blóðslett­ur í loft­inu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

nýj­asti viðmæl­andi hlaðvarps­ins Sterk sam­an er hin fertuga og fimm barna móðirinn Ell­isif sem á í dag mun betra og inni­halds­rík­ara líf en hana hefði nokk­urn tíma geta látið sig dreyma um.

Ellisif ólst upp við góðar aðstæður þar sem ekk­ert skorti; hvorki á til­finn­inga­sviðinu né því ver­ald­lega.

Hins vegar passaði Ell­isif illa inn í hinn dæmigerða kass­a sem skóla­kerfið virðist vilja setja alla í.

Ellisif var fremur ung er hún var greind með ADHD; seinna kom á daginn að hún væri á ein­hverfurófi; sem út­skýr­ir að einhverju leyti vanda henn­ar varðandi fé­lags­leg:

„Mér fannst ég hvergi passa inn, al­veg sama hvar ég var, en ég þráði að til­heyra.“

Hún fann sig í hópi ung­menna sem farn­ir voru að neyta vímu­efna:

- Auglýsing -

„Það var í raun bara gjöf fyr­ir mig að byrja að drekka, all­ar höml­ur fóru og ég drakk mjög illa. Ég var samt alin upp við það að passa mig á áfengi því það væri mik­ill alkó­hólismi í minni fjöl­skyldu.“

Ellisif var ung er hún eignaðist tví­bura – tíu vik­um fyr­ir tím­ann; þeir voru mjög veik­ir:

„Ég er týpa sem ýti frá mér van­líðan og klára verk­efni sem þarf að klára. Ég og við vor­um auðvitað mjög hrædd þegar þeir voru litl­ir og ég varð fljótt aft­ur ólétt. Þegar dótt­ir mín var níu mánaða fór ég í hjá­v­eituaðgerð, orðin 150 kíló, ekk­ert búið að vinna í fíkn­inni og ég gat ekki borðað.“

- Auglýsing -

Á ekki nema einu og hálfu ári var allt komið í vaskinn hjá Ellisif; hún drakk á hverju kvöldi og skildi svo í kjöl­farið; var inn og út úr meðferðum.

Í einni slíkri kynnt­ist hún manni og ekki löngu síðar varð hún ólétt:

„Ég fatta að ég er ólétt þegar ég var kom­in 12 vik­ur og kona á kvenna­deild­inni kom mér inn á Vog. Það voru all­ir voða góðir við mig á þess­ari meðgöngu. Barns­faðir minn aft­ur á móti fór að beita mig lík­am­legu of­beldi eft­ir að son­ur okk­ar fædd­ist. Hann barði mig í stöppu þar sem voru blóðslett­ur í loft­inu.“

Svo eignaðist hún annað barn með ofbeldismann­in­um; féll stuttu eft­ir það:

„Ég féll, sat ein fyr­ir fram­an sjón­varpið og drakk. Morg­un­inn eft­ir hringdi ég í for­eldra mína og lét sækja börn­in mín og fór á fylle­rí. Maður­inn minn var í mótor­hjóla­sam­tök­um þar sem var mikið um drykkju, dóp, vopn, of­beldi og allt mögu­legt. Ég ætlaði bara á túr, fara svo í meðferð og verða aft­ur mamma en það gekk ekk­ert.“

Því miður varð of­beldið aðeins verra og verra:

„Eitt skiptið kom lögg­an heim og ég lá meðvit­und­ar­laus á gólf­inu og var með far eft­ir mótor­hjóla­hæl á kinn­inni. Það voru nán­ast all­ar tenn­urn­ar í mér brotn­ar og ég man ekki eft­ir að hafa pælt í þessu. Það var ekki fyrr en hann henti mér fram af ann­arri hæð og ég hljóp á nær­bux­un­um til ná­grann­ans þar sem búið var að berja mig í klessu, rífa upp hár­svörðinn og með brot­in rif­bein.“

Þessi hryllilega árás, til­raun til mann­dráps, var kærð til lög­reglu, en felld niður.

Ell­isif kláraði meðferð í Krýsu­vík; var edrú í eitt og hálft ár; féll og ákvað að láta barna­vernd vita – því hún vildi ekki að börn­in henn­ar myndu horfa upp á hana í því hörmulega ástandi er hún var komin í.

Ellisif þurfti vegna ölv­unar­akst­urs að sitja inni:

„Ég sat í rúm­inu í fang­els­inu og prjónaði 13 peys­ur.“

Um leið og fangelsisvistinni var lokið hélt Ellisif áfram að nota vímu­efni; flutti til vin­konu sinn­ar og byrjaði síðan að sprauta sig:

„Vin­kona mín bauð mér að sprauta mig og mér fannst þetta rök­rétt næsta skref í raun.“

Afar mörg­um meðferðum, edrú­tím­um og áföll­um síðar kemur tíma­bil þar sem Ell­isif horf­ir á sem sitt erfiðasta; hún gat ekki leng­ur notað vímu­efni; gat ekki heldur verið edrú:

Of­beldið sem hún bjó við var hrotta­legt og fór vaxandi; Ell­isif fór í eina meðferðina enn; á áfanga­heim­ilinu Betra líf, en hún ber því heimili ekki góða sögu:

„Ég er edrú þrátt fyr­ir Betra líf. Það var mjög mik­il neysla þar og ofboðslega erfitt að vita að ég gæti bara bankað á næstu hurð og fengið mér. Það urðu líka nokk­ur dauðsföll þar á meðan ég var þar. Ég endaði á að hringja í pabba og hann sótti mig.Ég vil meina að ég hafi bara fæðst beygluð, ég get ekki kennt nein­um um fíkn­ina mína.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -