- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu 7 í Reykjavík til sölu. Hann vill fá rétt tæpar 40 milljónir fyrir 48 fermetrana sem íbúðin telur.
Samkvæmt lýsingu er íbúðin 48 fermetrar að stærð og skiptist í forstofu, eldhús, svefnberbergi, baðherbergi og geymslu. Sjálft húsið var byggt árið 1933 en íbúðin var öll gerð upp árið 2017 en þá var baðherbergi endurnýjað, eldhús, skápar og gólfefni.
Greinilegt er að tónlistarmaðurinn er hrifinn af litum og er litagleðin allsráðandi eins og sjá má á myndum sem fylgja auglýsingunni á fasteignavef: