Í Garðabænum eru núna þrettán snjómokstursvélar að störfum þar sem búið er að fara eina mokstursumferð um allar götur bæjarfélagsins. Sigurður Hafliðason, áhaldahússtjóri Garðabæjar, segir að framundan séu aðeins „snyrtingar“ á götunum bæjarins og vel hafi gengið að ryðja stíga og gönguleiðir.
Sjá einnig: 16 ára sendir Degi bréf: „Ég er komin með nóg af því að minn eigin borgarstjóri pælir ekkert í mér“
Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, vill að Reykjavíkurborg fjárfesti í snjóruðningstækjum því efla þurfi viðbragð borgarinnar til muna þegar kemur að snjómokstri. Snjóruðningstæki og verktakar á vegum borgarinnar hafa haft í nægu að snúast við að hreinsa stofnæðar undanfarna daga og margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið innlyksa í húsum sínum vegna ófærðar.