Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.9 C
Reykjavik

Sósíalistar gera grín að borgarmeirihlutanum: „Byrja svo fyrr að moka, áður en snjóar þá?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi gagnrýnir meirihlutann í borginni harkalega og segir þá ekki nenna að stjórna borginni.

Í færslu sem Gunnar Smári skrifaði í hóp Sósíalistaflokks Íslands í gær gagnrýnir hann harðlega svör Píratans Alexöndru Briem, sem er í meirihluta borgarinnar, varðandi seinagang við snjómokstur en hún var í viðtali við Rúv í kvöldfréttum í gær.

„Ó, það er ekki mokað eða saltað vegna þess að starfsfólkið þarf hvíld. En að hafa meiri viðbúnað, tvöfalda vakt á hvert tæki? Hellingur af fólki sem tæki þannig vaktir. Meirihlutinn nennir ekki að stjórna borginni, það er vandamálið.“

Harpa nokkur skrifaði athugasemd við færsluna og gerir stólpagrín að viðtalinu við Alexöndru:

„Ég snérist bara í hringi við að hlusta á þessar rökleysur. Byrja svo fyrr að moka, áður en snjóar þá? Margra milljóna yfirkeyrsla í fyrra og menn þurfa að sofaÚtbúa og eyða tíma í svo enn eina yfirskyn hálvita handbókina, sem kostar svo hvað mikið? Og bætir úr hverju? Þvílík steypa. Hvernig væri bara að vinna vinnuna sína og hætta þessu þvaðri um starfshópa og bla dí bla. Takk fyrir að spara mér innlegið, hvað þetta furðulega fréttaviðtal varðar.“

Gréta svaraði þeirri athugasemd með gríni: „bara dreifa mokstrinum betur yfir árið, ekki vera að stökkva til svona rétt í lok ársins. Skipuleggja sig!“

- Auglýsing -

Þá kemur Pétur nokkur með stutt en laggott innlegg: „En góðu fréttirnar voru að það er búið að berja saman stýrihóp!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -