Bíómiðinn í Sambíóin, Háskólabíó og Smárabíó er kominn yfir tvö þúsund krónur íslenskar og er þar um að ræða almennt miðaverð en ekki verð í svokallaða lúxussali. Fyrir þá sem hafa gaman af tölum þá kostar nú 2.045 krónur nákvæmlega að fá aðgang í áðurnefnd kvikmyndahús.
Aldrei áður hefur almennur bíómiði náð fyrir tvö þúsund. Í öðrum kvikmyndahúsum, til að mynda Laugarásbíó og Bíó Paradís er miðinn enn undir tvö þúsund krónum. Þar kostar aðgangurinn 1.990 krónur, svo við séum áfram nákvæm í tölum.
Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum ver miðahækkunina og bendir á að bíómiði sér líklega ein af ódýrustu skemmtununum sem finna megi á landinu. Miðaverðið í kvikmyndahúsin segir hann hafi hækkað mun minna miðað við hækkanir á annarri afþreyingu í landinu.
Það hefur farið framhjá fáum landsmönnum hversu há verðbólgan er orðið og verðbólguspár gera ráð fyrir enn meiri hækkun. Neytendur finna eðlilega mjög fyrir ástandinu. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni, sem ræddi málið við Vísi.