Varaþingmaður Pírata, hin skelegga Lenya Rún Taha Karim furðar sig á þeirri hegðun að setja jaðarsetta hópa upp á móti hvor öðrum.
Lenya Rún skrifaði færslu á Twitter í morgun þar esem hún furðar sig á því er jaðarsettir hópar eru settir upp á móti hvor öðrum.
„Það er svo skrítin hegðun að setja jaðarsetta hópa upp á móti hvor öðru. Við búum í velferðarríki og þá á áhersla að vera lögð á að tryggja að allir hópar búi við góð kjör. Það ÞARF ekkert að vera “annaðhvort eða” dæmi, þessu viðhorfi hefur bara verið troðið uppá okkur í mörg ár,“ skrifaði Lenya Rún en færslan vakti talsverða athygli.
Una nokkur skrifaði athugasemd og líkti þessu við Hungurleikana:
„En mjög áhrifarík leið þetta, að sá fræjum ótta og afkomuöryggis innan jaðarsettra og viðkvæmra hópa til að afvegaleiða umræðu og viðhalda viðhorfsbrenglun. Það voru gerðir vinsælir þættir byggðir á þessari hugmynd. Hvað hétu þeir aftur? Hungurleikarnir. Alveg rétt.“
Þá skrifaði Gunnar nokkur stutta en hnitmiðaða athugasemd: „Deila og drottna, hefur verið notað sem stjórntæki í allri sögu mannsins.“